Við hættuástand getur reynst nauðsynlegt að rýma skólann. Grundvallaratriði er að starfsfólk og nemendur hafi æft viðbrögðin þannig að þau komi eins og af sjálfu sér þegar á þarf að halda. Því skal haldin rýmingaræfing að hverju hausti.
Fyrir rýmingaræfingar þarf að:
1.Útskýra tilgang æfinganna fyrir nemendum, sem er:
- Aukið öryggi og að þekkja viðvörunarbjöllurnar.
- Kunna að bregðast rétt við og æfa fumlaus viðbrögð.
- Koma í veg fyrir slys við rýmingu á húsnæði og þekkja bestu leiðirnar úr skólahúsinu.
2. Ræða við nemendur um að æfing er alvarleg eðlis, - en ekki leikur.
3. Útskýra vel fyrir nemendum að ef viðvörunarbjallan þagnar fljótlega eftir að hún fer af stað og fer ekki í gang aftur sé um bilun eða gabb að ræða. Ef á hinn bóginn bjallan fer af stað aftur og stöðvast ekki er hætta á ferðum og rýma þarf húsið.
4. Kynna fyrir nemendum hvar neyðarútgangar eru staðsettir og hvar þeirra svæði er á söfnunarsvæði.
5. Útskýra vel fyrir nemendum það fyrirkomulag sem gildir um útgöngu þegar rýmingaráætlun er virkjuð.
Skapist hættuástand í skólanum þar sem brunaviðvörunarkerfi fer í gang skal vinna eftir neðangreindu ferli:
- Skólastjórnendur og húsvörður fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og kanna hvaðan brunaboðið kemur.
- Kennarar og starfsmenn hefja þá rýmingu samkvæmt leiðbeiningum sem finna má í öllum kennslustofum og koma nemendum á söfnunarsvæði við íþróttahús.
- Ef um falsboð er að ræða skal stöðva vælu og stjórnandi, skrifstofustjóri eða húsvörður tilkynnir það til Securitas í síma 580 7000 og skólastarf heldur áfram eins og frá var horfið.
- Ef um hættuástand er að ræða hefur stjórnandi samband við neyðarlínu í síma 112 og tilkynnir um hættu.
Forgangsatriði er að ná öllum út!
- Tveir bekkir para sig saman. 5. og 10.bekkur – 4. og 9.bekkur – 3. og 8.bekkur – 2. og 7.bekkur – 1. og 6.bekkur. Nemendur taka með sér skó og yfirhafnir ef ekkert annað hamlar!
- Hvaða útgangur er öruggur? Athugið hvort hurðin sé heit eða reykur fyrir utan!
- Útgönguleiðin er inngangurinn sem nemendur nota þegar þeir mæta í skólann nema reykur hamli. Þá skal loka að sér í stofunni og láta vita af sér.
- Kennari, ásamt stuðningsfulltrúa stjórnar flótta síns bekkjar alla leið. Ef nemandi/nemendur eru ekki í sinni stofu þá fylgir sá kennari sem er að kenna viðkomandi nemanda/nemendum að sínum hóp þegar út er komið.
- Hafa ber nafnalista og Aðgerðaráætlun (er í plastvasa hjá flóttaleið í kennslustofu). Athuga með nemendur sem eru ekki á staðnum.
- Þegar komið er á mætingarstað er tekið manntal – spjaldi er haldið uppi - grænt ef allir eru mættir en rautt ef það vantar einhvern.
- Boðleiðin er sú að kennari lætur stjórnendur vita hver staðan er – hvort allir séu komnir. Ef stjórnendur eru ekki við þá er leitað til þeirra sem eru að leysa stjórnendur af.
- Starfsmenn sem eru ekki með bekki hópast saman næst körfuboltavellinum.
- Þegar allir hópar eru öruggir og enginn eldur þá er farið aftur í sínar stofur en ef það er um eld að ræða þá er farið í íþróttahúsið uns boð koma um annað.
- Skólaliðar, skrifstofustjóri og bókasafnsvörður hjálpa til við útidyr skólans. Að því búnu á að fara á mætingarstað. Skrifstofustjóri tekur með sér forfallabók. Stjórnandi er tengiliður við slökkvistjóra og umsjónarmaður fasteigna er þeim innan handar.