- Nemendur komi kurteislega og prúðmannlega fram í skólanum og þar sem þeir eru á hans vegum.
- Nemendur fari að fyrirmælum starfsfólks skólans í því er skólann varðar.
- Einelti af öllu tagi, ógnandi framkoma við aðra og beiting ofbeldis er bönnuð í skólanum.
- Nemendur temji sér góða umgengni og valdi ekki skemmdum á eigum skólans og annarra.
- Nemendur mæti í viðeigandi klæðnaði í skólann þ.m.t. í íþróttir og sund.
- Nemendur sýni tillitsemi og aðgæslu við félaga sína í skólanum og á skólalóðinni.
- Nemendur séu stundvísir og mæti á réttum tíma í allar kennslustundir.
- Yfirhafnir nemenda skal geyma í fatahengi og gæta þess að skilja ekki eftir verðmæti í vösum þeirra.
- Öll verðmæti nemenda, s.s. tölvur, símar eru á þeirra ábyrgð.
- Símar eru leyfðir í 7. - 10. bekk.
- Sælgæti, gos og orkudrykkir er ekki leyft á skólatíma.
- Allir vímuefnagjafar eru bannaðir í skólanum, á skólalóðinni og þar sem nemendur eru á vegum skólans.
- Hjólanotkun er ekki leyfð á skólalóðinni.
Væntingar um hegðun
Viðbrögð við óæskilegri hegðun
Viðbrögð - alvarlegur hegðunarvandi
Reglur um snjallsíma og sambærileg tæki
Til að nemandi geti mætt með snjallsíma eða sambærilegt tæki í skólann þarf hann að undirrita samning ásamt foreldrum/forráðamönnum og fulltrúa skólans um ábyrga notkun á snjallsímum og sambærilegum tækjum. Eftirfarandi reglur gilda eftir undirritun samningsins.
- Nemendum er ekki heimilt að vera með síma á sér í kennslustundum.
- Þegar nemandi mætir í kennslustund þá skal slökkva á símanum og setja hann í geymslukassann um leið og gengið er inní kennslustofuna.
- Ef nemendur vilja taka myndir ber að leita samþykkis þess sem á að mynda.
- Öll tæki sem nemendur koma með að heiman eru á ábyrgð nemenda og foreldra/forráðamanna.
- Öll misnotkun á tækjunum veitir starfsfólki skólans leyfi til að taka tækið og geyma hjá ritara þar til skóladegi lýkur. Misnotkun er t.d. ef einstaklingur særir annan með myndum eða orðum eða þegar það truflar vinnufrið nemenda og starfsmanna eða rýrir öryggi nemenda eða starfsmanna.
- Við endurtekið brot á þessum reglum verða foreldrar að sækja tækið í skólann.
Reglur um ástundun og hegðun í Gerðaskóla
Hver nemandi byrjar með 10 í skólasóknareinkunn að hausti. Fjarvistir, brottrekstur úr tímum, og óstundvísi gilda til frádráttar á skólasóknareinkunn
- seint gefur 0,2 í frádrátt
- fjarvist gefur 0,5 í frádrátt
- vísað úr kennslustund gefur 1,0 í frádrátt
Verði nemanda vísað úr kennslustund skal hann skilyrðislaust fara strax til skólastjórnenda og bíða uns mál hans verður tekið fyrir.
Ef ástundunareinkunn nemanda er komin niður í 8,0 skal umsjónarkennari ræða við nemandann og hafa samband við foreldra/forráðamenn.
Fari einkunn nemenda niður í 6,0 skal umsjónarkennari hafa samband við foreldra/forráðamenn og þá er settur á fundur með nemanda, foreldri/forráðamanni, umsjónarkennara og skólastjóra.
Fari einkunn nemanda enn lækkandi er málinu vísað til nemendavernarráðs.
Nemendum gefst kostur á því að vinna upp ástundareinkunn sína. Það gera þeir með því að óska eftir því við umsjónarkennara sinn að hefja 5 daga átak þar sem þeir þurfa að halda kladdanum hreinum þá daga. Takist þeim það hækkar ástundunareinkunn um 0,5.