Einelti og annað ofbeldi er ekki liðið í Gerðaskóla. Starfsfólk skólans starfar samkvæmt samskiptaáætlun skólans. Áætluninni er ætlað að draga úr möguleikum á samskiptavanda og skapa skólaumhverfi sem einkennist af virðingu, jákvæðum samskiptum og ákveðnum ramma vegna óviðunnandi atferlis. Starfsfólk Gerðaskóla leggur áherslu á samvinnu við nemendur og foreldra/forráðamenn þeirra í forvarnarstarfi sem þessu svo hægt sé að virkja sem flesta til þátttöku og samábyrgðar á góðum skólabrag og velferð allra nemenda. Samstarf allra aðila skólasamfélagsins er grundvöllur þess að vel takist til og að hægt sé að leysa mál sem upp koma á sem farsælastan hátt.
Aðgerðaráætlun vegna eineltis
Hér er eyðublað til að koma ábendingum til skila til skólans.
Tilkynning um samskiptavanda
Samskiptaáætlun Gerðaskóla
Samskiptateymi
Í samskiptateymi sitja námsráðgjafi, stjórnandi, kennari á yngra stigi og kennari á eldra stigi. Námsráðgjafi er umsjónarmaður teymis og er faglegur leiðbeinandi fyrir kennara og aðra starfsmenn. Hlutverk samskiptateymis er að fara yfir tilkynningarblöð um einelti eða samskiptavanda og sér um eftirfylgni hvort sem er um einelti eða samskiptavanda að ræða. Hlutverk teymis er einnig að upplýsa annað starfsfólk og skiptast á skoðunum um hvernig hægt er að stuðla að jákvæðu skólaumhverfi. Samskiptateymi tekur þátt í að skipuleggja dag gegn einelti og aðra viðburði tengda vitundavakningu um alvarleika eineltis. Samskiptateymi hittist reglulega og fer yfir þau mál sem eru í vinnslu. Teymið endurskoðar samskiptaáætlun og verkferla árlega og kynnir fyrir starfsfólki, nemendum og foreldrum.
Samskiptateymi Gerðaskóla 2023 - 2024
Jón Ragnar Ástþórsson, Skólastjóri
Jóhanna María Vignir, náms- og starfsráðgjafi
Róbert Arnar Birgisson, kennari
Þórunn Katla Tómasdóttir, kennari