Á fimmtudaginn, uppstigningardag verður vorhátíð í Gerðaskóla. Þá mæta foreldrar með börnum sínum í skólann, taka þátt og njóta þess sem í boði er.
Húsið opnar kl. 10 og stendur fram undir kl. 13
Allir árgangar verða með atriði.
Dagskrá
Kl. 10. hefst sýning á nemendaverkum úr textíl og myndlist. Myndir úr skólalífinu á tjaldi í Miðgarði, stuttmyndir í tölvustofu og ratleikur í umhverfi skólans.
kl. 10:30 andlitsmálning og pyslusala
kl. 10:40 leikir hjá 1.-3. bekkingum
kl. 10:55 stutt dansatriði í sal skólans
kl. 11:00 hefst hlutavelta 6. bekkjar þar sem miðinn kostar 50 kr. og allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Á sama tíma opnar hið sívinsæla draugahús (aðgangur 100 kr.)
Sparkó hjá 5. og 7. bekk, fótboltakeppni 8. bekkinga við foreldra og körfuboltakeppni 10. bekkinga við starfsfólk.
Foreldrar athugið að í skólanum verður óskilamunum, fatnaði o.fl. komið fyrir svo þið getið kannað hvort þar leynist eitthvað sem börnin ykkar eiga.