Vinaliðar

Gerðaskóli er að ljúka sínu öðru ári í Vinaliðaverkefninu.

Verkefnið er norskt og hefur verið tekið upp af mörgum skólum hér á landi. Árskóli á Sauðárkróki er móðurskóli verkefnisins og hægt að sjá margt skemmtilegt á síðunni þeirra um verkefnið.

Nemendur 3.-7. bekk tilnefna krakka úr sínum bekk til að vera vinaliðar. Það þurfa að vera ábyrgir krakkar sem hinir treysta vel til að stjórna. Vinaliðarnir fara í upphafi annar á námskeið og læra ýmsa leiki og stjórnun. Þau sjá svo um að skipuleggja leiki og stjórna þeim í löngu frímínútunum á morgnana fjóra daga vikunnar. Að launum fyrir vinnu sína fá vinaliðarnir vinaliðakort sem gildir sem afsláttur á ýmsum stöðum s.s. leikhúsum, veitingastöðum og sundlaugum. Í lok annar fara þau svo í þakkarferð með stjórnendum verkefnisins. Í lok þessarar annar fóru þau í keilu í Keiluhöllinn Egilshöll og var mikið fjör og gaman hjá þeim eins og sjá má á myndunum.