Verðlaun í eldvarnargetraun

Þriðjudaginn 11. febrúar, á 112 deginum, kom Jóhann Sævar Kristbergsson verkefnastjóri Eldvarnaeftirlits hjá Brunavörnum Suðurnesja færandi hendi þar sem Telma Lind var dreginn út í Eldvarnargetraun sem er á vegum Landssambands slökkviliðs – og sjúkraflutningamanna. Í nóvember á hverju ári heimsækja fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja nemendur í 3. bekk, fræða þá um eldvarnir heimilanna og helstu hættur sem ber að varast. Að lokinni þeirri heimsókn fá nemendur eldvarnargetraun sem þeir fylla út og senda síðan til Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Til hamingju Telma Lind!