Í gærkvöldi hélt Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni fyrirlestur í Gerðaskóla um kvíða og aðferðir til að minnka kvíðavandamál. Kvíði er eðlilegt ástand líkamans til að vekja athygli og árvekni okkar en getur minnkað getu okkar ef kvíðinn eða álagið verður of mikið.
Steinunn Anna sem er sérstaklega skemmtilegur og skýr fyrirlesari og fór víða í fyrirlestrinum en um níutíu manns sóttu fyrirlesturinn.
Í lok fyrirlestrar svaraði Steinunn Anna fjölmörgum spurningum og stóð fyrirlesturinn til kl. 20:20 í gær vegna áhuga og fjölda fyrirspurna gesta.
Foreldrar ungmenna í 9. bekk í Gerðaskóla sáu um að grilla pylsur ofan í gesti en stutt hlé var gert á til að snæða kvöldmat.
Nokkur ánægja var með fyrirlesturinn og vilja skipuleggjendur þakka þeim sem mættu.
Hér má finna nokkrar myndir sem teknar voru í gær.