Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Gerðaskóla á dögunum. Keppnin var skemmtileg að vanda og nemendur stóðu sig vel. Að lokum voru fjórir nemendur valdir til að taka þátt í úrslitakeppninni fyrir hönd Gerðaskóla en hún fer fram fimmtudaginn 10. mars kl. 17:00. Við verðum á heimavelli að þessu sinni þar sem komið er að okkur að halda lokakeppnina en þar verða einnig nemendur frá Stóru- Vogaskóla og Grunnskólanum í Grindavík.
Keppendur Gerðaskóla eru Amalía Björk Davíðsdóttir, Björn Bogi Guðnason, Eyþór Ingi Einarsson og Rúna Mjöll Helgadóttir varamaður er Jóhann Helgi Björnsson.