Í dag héldum við þjóðahátíð í Gerðaskóla í samstarfi við Gefnaborg. Nemendur leikskólans og 1. - 5. bekkjar grunnskólans komu saman og flögguðu þjóðfánum okkar en því miður áttum við ekki þjóðfána frá alveg öllum. Hver nemandi bar kórónu með sínum þjóðfána og var gaman að sjá hversu mörg þjóðerni við eigum hér í skólunum. Þegar inn var komið sungu nemendur saman lagið um dropana sem þeir voru búnir að æfa hver í sínum skóla. Eldri nemendur spiluðu svo tvö lög á tréspil, annars vegar lag frá Japan og hins vegar frá Suður-Ameríku. Að lokum komu nokkrir nemendur unglingastigsins og sýndu okkur atriði úr söngleiknum Hairspray sem verður frumsýndur í maí hér í skólanum.
Hér má sjá myndir frá hátíðinni.