Dagana 3. - 5.október eru þemadagar í skólanum. Þemað í ár eru heimsálfurnar.
Nemendum er blandað í hópa eftir stigum og fara allir nemendur á 6 stöðvar.
Fimmtudaginn 5.október er opinn dagur og bjóðum við foreldra og aðra góða gesti sérstaklega velkomna í skólann milli kl. 10:00 - 11:20. Þá verður til sýnis afrakstur þemadaga.
Skólatími þessa daga er frá kl 08:15 - 13:25, sérgreinatímar falla niður þessa daga. Nemendur eiga að hafa með sér nesti og vera vel klædd því þessa daga fara allir nemendur út í hádeginu.
Undirbúningur fyrir þemadaga hefur staðið yfir síðustu daga og hlökkum við til að njóta þeirra með nemendum og sjá ykkur á fimmtudaginn.