Á dögunum voru vinningsmyndir valdar teiknisamkeppni 4. bekkinga sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Þátttakan í keppninni var sérstaklega góð að þessu sinni en rúmlega 1400 myndir bárust frá 60 skólum.
Okkar skóli tók að vitaskuld þátt í keppninni og sendur stúlkurnar í 4.JH inn 12 myndir í keppnina.
Valgerður Amelía Reynaldsdóttir var einn af vinningshöfunum og fyrir vinningsmyndina hlaut hún 40.000 kr sem rennur óskipt í bekkjarsjóð 4. bekkjar. Við óskum henni innilega til hamingju.
Vert er að minnast á það að við fengum einnig símtal frá keppnishöldurum þar sem okkur var hrósað fyrir innsendar myndir og þóttu þær bera af sem bekkjarheild.
Meðfylgjandi eru vinningsmynd, myndir frá afhendingu og yfirlit yfir myndirnar sem við sendum í keppnina.