Í sumar voru nemendur í 2. – 4. bekk í Gerðaskóla hvattir til þess að vera duglegir að lesa. Nemendur gátu skilað inn skráningum um sumarlestur og spilað lestarbingó á ferðalögum eða hvar sem er í sumar. Alls tóku 24 nemendur þátt í leiknum og fengu þeir sem skiluðu skráningarblöðum lítinn glaðning frá Gerðaskóla að launum. Við viljum hvetja alla nemendur til þess að vera duglegir að lesa í vetur, líka þegar er frí í skólanum og fara í lestrarferðalag með spennandi bók í hönd. Næsta sumar verður að sjálfsögðu efnt aftur til lestrarleiks og þá verða örugglega enn fleiri með. Takk fyrir þáttökuna kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.