Nemendur í námsveri hafa undanfarið unnið að verkefni sem ber heitið Stórkostlega pappírs rússíbana áskorunin.
Tveir 6 manna hópar hönnuðu rússíbana úr pappír og límbandi. Eftir margra daga vinnu rann svo stóri dagurinn upp þar sem annar hópurinn sigraði keppnina um bestu og hagkvæmustu hönnunina. Allur pappír í brautina kostaði þau og dróst kostnaðurinn frá stigum sem þau fengu fyrir hönnunina. Báðir hópar fengu síðan fimm tilraunir þar sem glerkúla fór brautina og gaf hver sekúnda í brautinni stig.
Eftir æsispennandi keppni stóð annar hópurinn að lokum uppi sem sigurvegari. Þeirra braut The Flower Hazard fékk 132 stig en Dýrabaninn sem gaf þeim veglega keppni fékk 82 stig.