Stóra upplestrarkeppnin 2025 – fulltrúar Gerðaskóla

Nemendur í 7. bekk tóku þátt í upplestrarkeppni innan bekkjarins þar sem dómnefnd valdi þrjá aðalmenn og einn varamann í lið Gerðaskóla. Það voru þau Einar Daði Elsuson, Elianna Rós Viray, Jóhann Bragi Freysson og Kristrún Erla Sigurðardóttir sem skipa lið Gerðaskóla að þessu sinni. Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði og höfðu greinilega lagt mikinn metnað í æfingar, upplestur og framkomu.

Lokakeppnin verður haldin í Stóru-Vogaskóla þann 20. mars næst komandi.

Við óskum fulltrúum Gerðaskóla innilega til hamingju með árangurinn.