Úrslit stóru upplestrarkeppninnar fóru fram í Sandgerðisskóla síðastliðinn fimmtudag. Þar mættust fjórir skólar, Gerðaskóli, Grunnskólinn í Grindavík, Sandgerðisskóli og Stóru-Vogaskóli. Lið Gerðaskóla skipuðu þau Baldur Logi Brynjarsson, Sara Lind Edvinsdóttir og Þóra Ósk Sævarsdóttir, varamaður var Hafdís Elva Halldórsdóttir. Úrslitin fóru þannig að Gerðaskóli átti tvo fulltrúa í verðlaunasætum en Baldur Logi varð í 2. sæti og Sara Lind í því þriðja.
Keppendurnir stóðu sig ótrúlega vel og komu fram af miklu öryggi. Við erum mjög stolt af þessum flotta árangri. Til hamingju Gerðaskóli!
Hægt er að skoða fleiri myndir með því að smella á hér