Úrslit stóru upplestrarkeppninnar fóru fram í Stóru-Vogaskóla í gær fimmtudaginn 20. mars. Þar mættust þrír skólar, Gerðaskóli, Sandgerðisskóli og Stóru-Vogaskóli. Lið Gerðaskóla skipuðu þau Einar Daði Elsuson, Elianna Rós Viray og Jóhann Bragi Freysson, varamaður var Kristrún Erla Sigurðardóttir. Úrslitin fóru þannig að Gerðaskóli átti tvo fulltrúa í verðlaunasætum en Elianna Rós varð í 1. sæti og Jóhann Bragi í því þriðja.
Keppendurnir stóðu sig ótrúlega vel og komu fram af miklu öryggi. Við erum mjög stolt af þessum flotta árangri. Til hamingju Gerðaskóli!