Bjarki Ásgeirsson sem kennt hefur heimilisfræði og hönnun og smíði undanfarin ár lætur af störfum nú um áramótin. Við þökkum honum fyrir hans framlag til skólastarfsins og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Bryndís Knútsdóttir sem m.a. hefur verið stundakennari við skólann tekur við heimilisfræðikennslunni og verður í 100% starfi. Hún tekur því við allri heimilisfræðikennslu skólans. Þeir kennarar sem hafa verið að kenna heimilisfræði hætta þeirri kennslu en taka við annari kennslu í staðin.
Ingibjörg Bára Ómarsdóttir tekur við 25% kennslu í hönnun og smíði. Ingibjörg hefur áður kennt við skólann.
Díana Ester Einarsdóttir mun einnig hefja störf að nýju sem stuðningsfulltrúi við skólann.
Við bjóðum þessa nýju starfsmenn velkomna í starfsmannahóp Gerðaskóla.