Skuggakosningar

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum í bæjarfélaginu að Garður sé að sameinast Sandgerði og því vantar nafn á nýja sveitarfélagið. Að þessu sinni stóðu bæirnir fyrir rafrænum íbúakosningum og því var ákveðið að halda skuggakosningu í grunnskólum bæjanna samhliða almennu kosningunum. Ákveðið var að hafa rafrænar kosningar fyrir nemendur og fengu því nemendur tækifæri á að greiða atkvæði í iPad. Eins og með almennu kosningarnar voru haldnar 2 umferðir.

Í fyrri umferðinni fengu nemendur að kjósa um 5 nöfn og einnig valmöguleikann Ekkert þessara/Veit ekki. Það var valmöguleiki sem hinir almennu kjósendur fengu ekki tækifæri á að nýta sér í fyrri umferð kosninga. Alls tóku 322 nemendur í báðum skólunum þátt í fyrri umferð kosninganna. Heiðarbyggð hlaut rúm 33% atkvæða og Suðurbyggð tæp 27% og fóru því þau nöfn áfram í seinni umferð.

Í seinni umferðinni tóku 386 nemendur þátt og var mjög mjótt á munum. 164 nemendur eða 42,7% kusu nafnið Heiðarbyggð en 158 nemendur eða 41,15% kusu Suðurbyggð. Ekkert þessara/Veit ekki fékk 16,15%. 

Kosningin var nafnlaus og framkvæmd í gegnum SurveyMonkey.