Í dag, mánudaginn 19.desember, var skreytingadagurinn. Þá leggja nemendur lokahönd á að skreyta stofurnar sínar fyrir jólasamveruna sem verður haldin á morgun, þriðjudaginn 20.desember, frá kl 9 til kl 10:30. Eins og sjá má á myndunum þá voru nemendur iðnir við skreytingar og nutu uppbrotsins á skólastarfinu. Í dag var einnig fyrsti snjódagurinn og því voru nemendur mjög spenntir að komast út og fá að leika sér í snjónum. Nemendur í 1.-3.bekk fóru einnig á sal og sungu nokkur jólalög. Í albúminu má finna 2 myndbönd af börnunum að syngja.
Leyfum myndunum að tala sínu máli. Þær má finna hér.