Nú er komin ný reglugerð um skólastarf og gildir hún fyrir tímabilið 6. - 15. apríl 2021. Samkvæmt henni getur skólahald verið með nokkuð eðlilegum hætti en helstu breytingarnar felast í aukinni grímunotkun starfsfólks ef ekki næst að halda 2m fjarlægð. Einnig má starfsfólk ekki vera fleira en 20 í sama rými sem krefst þess að skipta þarf fólki niður á kaffistofur.
Aftur ber okkur að takmarka aðgengi utanaðkomandi aðila að skólanum eins og kostur er.
Starfsfólk ætlar að hafa hraðar hendur við skipulag á kaffistofum á þriðjudagsmorguninn (6. apríl) og getum við því tekið á móti nemendum kl. 10:00. Kennt verður samkvæmt stundaskrá en við biðjum foreldra að senda börnin í skólann bara rétt fyrir kl. 10. En skólahald byrjar svo með eðlilegum hætti samkvæmt stundaskrá frá og með miðvikudeginum 7.apríl.
Skipulag Skólasels verður með eðlilegum hætti.
Við vonum að allir njóti páskanna saman í sinni páskakúlu : )