Skólaslit Gerðaskóla voru haldin með hátíðlegum brag þann 2. júní en þá var skólanum slitið í 150. skiptið og í síðasta skiptið undir stjórn Evu Bjarkar Sveinsdóttur skólastjóra. Að þessu sinni var árgöngum skólans skipt í tvennt þar sem 1. – 6. bekkur komu saman og svo 7. – 10. bekkur. Nemendur úr 2. – 5. bekk fluttu nokkur sönglög fyrir gesti og stóðu sig með stakri prýði. Einnig flutti Ögmundur Ásgeir, nemandi úr 8. bekk lag á píanó. Foreldrar útskriftarnemenda buðu nemendum 10. bekkjar og starfsfólki skólans í veglegt kaffisamsæti að skólaslitnum loknum.
Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri flutti ávarp og sagði frá því helsta sem einkennt hefur skólaárið. Eva Björk ávarpaði einnig útskriftarárgang skólans og hvatti þau til góðra verka í framtíðinni með ósk um að þau haldi áfram að koma skoðunum sínum á framfæri og knýja fram breytingar, biðja um aðstoð þegar við á og fylgja draumum sínum.
Magnús bæjarstóri ávarpaði salinn og þakkaði Evu Björk og Guðjóni Árna kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum en þau eru bæði að ljúka störfum í Gerðaskóla.
Veittar voru viðurkenningar fyrir list- og verkgreinar í 7. bekk. Í 8. og 9. bekk voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Sex nemendur 10. bekkjar hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og þrír nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íþróttum.
Starfsfólk Gerðaskóla þakkar nemendum, foreldrum og forráðamönnum fyrir samstarfið á liðnu ári, með ósk um áframhaldandi góð og jákvæð samskipti. Við sendum útskriftarárgangi Gerðaskóla árið 2023 innilegar hamingjuóskir með áfangann, megi framtíðin verða björt.
Hægt er að skoða myndir frá skólaslitum hér.
Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu skólaárið 2021-2022:
Kvenfélagið Gefn veitti viðurkenningar til nemenda í 7.bekk sem voru að klára sitt síðasta ár í list- og verkgreinum:
Lilja María Hallvarðsdóttir í heimilisfræði
Heiðrún Inga Hafdal í textílmennt.
Heiðrún Inga Hafdal í smíði.
Hrafnkell Máni Másson í sjónlistum.
Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í 8. og 9. bekk:
Bjarni Dagur Jónsson í 8. bekk
Baldur Logi Brynjarsson í 9. bekk.
Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í 10. bekk:
Aleksander Klak
Hjörtur Líndal
Magdalena María Kjartansdóttir
Máney Dögg Másdóttir
Særún Lilja Eysteinsdóttir
Valdís Árný Jóhannsdóttir
Knattspyrnufélagið Víðir veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í skólaíþróttum.
Guðbergur Magni Guðmundsson
Hannah Kristín Viray
Máney Dögg Másdóttir