Eva Björk skólastjóri Gerðaskóla sleit skólanum í 146. sinn.
Skólaslitin voru haldin þriðjudaginn 4. júní. Að því tilefni voru veittar viðurkenningar til nemenda sem hafa staðið sig vel.
Vitor Hugo og 13 nótur fluttu tónlistaratriði. Barnakór Garðs undir stjórn Vitors söng tvo lög og Gerðakór Freydísar Kneifar tók nokkur lög.
Amelía Björk Davíðsdóttir flutti ávarp fyrir hönd 10.bekkinga.
Nemendur í 3.-7. bekk sem tóku þátt í Vinaliðaverkefninu á skólaárinu fengu viðurkenningu fyrir störf sín.
Stúlkurnar í 7.KS fengu viðurkenningu fyrir einstakan dugnað og áhugasemi í textílmennt.
Nemendur sem tóku þátt í leikritinu Dúkkulísur í Þjóðleik fengu viðurkenningu fyrir einstakan dugnað, áhugasemi og skemmtilega framkomu.
Friðrik Smári Bjarkason, Eyþór Ingi Einarsson og Ármann Ólafsson hlutu viðurkenningu fyrir alúð og hjálpsemi við yngri nemendur í frímínútum.
Kvenfélagið Gefn gaf nemendum í 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í list-og verkgreinum. Natalia Porzezinska fékk viðurkenningu í heimilisfræði og hönnun og smíði, Sólveig Hanna Davíðsdóttir fékk viðurkenningu í textíl, Elísabet Sara Hallvarðsdóttir og Sólveig Hanna Davíðsdóttir fengu viðurkenningu í sjónlistum.
Viktoría Isolde Nooteboom í 8. bekk og Berglind Heimisdóttir í 9. bekk fengu viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur.
Í 10. bekk voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Amelía Björk Davíðsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í íslensku, stærðfræði, dönsku, ensku, samfélagsgreinum og náttúrugreinum.
Karolina Taudul hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í samfélagsgreinum.
Knattspyrnufélagið Víðir veitti að lokum viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í skólaíþróttum. Atli Viktor Björnsson, Björn Bogi Guðnason og Amelía Björk Davíðsdóttir hlutu þær viðurkenningar.