Skólasetning

Skólasetning og upphaf skólastarfs verður mánudaginn 22. ágúst. Nemendur í 2. - 10. bekk mæta þá á skólasetningu og í kjölfarið hefst skólastarfið. Nemendur mæta því með skólatösku. Ekki er þörf á að koma með íþrótta- og sundföt þennan fyrsta skóladag.

Kl. 8:15 mæta nemendur í 2. - 6. bekk á skólasetningu á sal. Að henni lokinni fara nemendur í umsjónarstofur og hefja skóladaginn. Skóla lýkur kl. 13:15 og er Skólaselið opið fyrir þá sem eru skráðir þar. Það er hægt að skrá nemendur í Skólaselið á heimasíðu skólans. Til að tryggja pláss í Skólaselinu í ágúst er mikilvægt að skrá nemendur í síðasta lagi föstudaginn 19. ágúst.

Kl. 9:00 mæta nemendur í 7. - 10. bekk á skólasetningu á sal. Að henni lokinni fara nemendur í umsjónarstofur og hefja skóladaginn. Skóla lýkur kl. 13:15.

Nemendur í 1. bekk mæta á skólasetningu kl. 8:15 á sal. Foreldrar/forráðmenn þeirra verða boðaðir með sérstöku bréfi til viðtals til umsjónarkennara þennan dag. Hefðbundinn skóladagur hefst þriðjudaginn 23. ágúst hjá 1. bekk.

Foreldrar eru hvattir til að mæta á skólasetningu með nemendum.