Í næstu viku verður vikan með frekar óhefðbundnum hætti en ekki er kennsla á þriðjudag og föstudag.
Á þriðjudaginn 17.janúar er skipulagsdagur og því fellur öll kennsla niður. Lokað verður í skólagæslunni þann dag.
Á föstudaginn 20.janúar er samskiptadagur og koma þá foreldrar í viðtöl hjá umsjónarkennara með börnin sín.
Nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu í foreldraviðtölin í eldri bekkjum og verður opnað fyrir skráningu á morgun, föstudaginn 13.janúar, fyrir yngri bekki. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig á að bóka foreldraviðtal.
Áður en nemendur koma í viðtal með foreldrum sínum þá eiga þeir að fylla út frammistöðumat með aðstoð foreldra. Leiðbeiningar um hvernig það fer fram má finna hér. Opnað verður fyrir allt frammistöðumat á morgun, föstudag.
Skólagæsla er opinn föstudaginn 20.janúar á samskiptadegi frá kl 08:00-16:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð.