Árlega eru Alþjóðasamtök bókavarða í skólum (IASL) með skemmtileg samvinnuverkefni í gangi. Eitt af þeim eru skipti á bókamerkjum.
Bókaverðir um allan heim skrá bekki í verkefnið og svo senda bekkir hvor öðrum bókamerki sem nemendur hafa búið til. Í ár voru
rúmlega 400 bekkir/hópar skráðir. Bókavörður Gerðaskóla skráði 5. bekk í verkefnið og umsjónarkennarinn hún Helga vann með
nemendum að gerð bókamerkjanna. Allir bjuggu til bókamerki sem voru plöstuð og hafa þau nú farið í póst til Portúgal en bekkurinn
var paraður við jafnaldra í bænum Vila do Conde. Skemmtilegt verkefni og frábær bókamerki sem nemendur bjuggu til. Nú bíða þau spennt
eftir að fá sendingu frá Portúgal með glænýjum bókamerkjum handa þeim.
Hægt er að skoða fleiri myndir hér.