Á morgun, þriðjudaginn 14.febrúar, er för okkar heitið í Reykjavík og ætlum við að skella okkur á skauta í Skautahöllinni í Laugardal. Að þessu sinni fara 5.-10.bekkur og verður lagt af stað strax í fyrramálið eftir manntal eða kl 0830. Áætluð heimkoma er um hádegisbil og þá geta nemendur fengið hádegisverð í skólanum.
Nemendur í 5.-7.bekk fara heim eftir mat en eldri nemendur fara í valgreinar skv. stundatöflu.
Síðasti dagurinn til að greiða er í dag, mánudag, og það kostar 500 kr en 800 kr af nemendur ætla að leigja skauta.
Nemendur þurfa að vera vel klæddir og með vettlinga. Gott er að vera í þykkum sokkum.
Svo er bara að mæta með nesti og góða skapið :)