Við elskum að lesa áskorun

Sextán daga Lestraráskorun

Nemendur 2. – 6. bekkjar tóku flest öll þátt og stóðu þau sig framúrskarandi vel.

Lesnar mínútur eru alls: 16. 603 og sá bekkur sem er öflugastur í lestrinum að þessu sinni er 4. BÞ. Þau lásu samtals 6. 539 mínútur, virkilega vel gert 4. bekkur. Nemendur voru hæstánægðir með snúðaköku sem þau fengu í verðlaun.

 

 

 

 

 

 

Í kjölfarið eru nemendur í 5. ÁÍ sem lásu samtals 3. 570 mínútur, 3. AK lásu 2.709 mínútur, 2. KI lásu 2.635 mínútur og 6. HS lásu 1.150 mínútur.

Öflugustu lestrarhestarnir eru:

Dagbjört Lilja og Emelía Sólbjört í 4. bekk, Sonja í 3. bekk, Amanda Gabriela í 5. ÍÁ og Hanna Magdalena í 2. bekk og í 6. bekk er það Ágúst Ægir

 

Þökkum foreldrum góða samvinnu og eins og máltækið segir „Lestur er sálinni það sem hreyfing er líkamanum“ (Henry David Thoreau)