Næstu daga er mikið uppbrot í skólastarfinu. Nemendur og starfsfólk vinna hörðum höndum að því að koma skólanum í jólabúning og til að minnka spennuna fyrir jólunum er margt á dagskrá fyrir nemendur.
Á morgun þriðjudaginn 13.desember verður bíódagur hjá öllum nemendum. Kvikmyndir verða sýndar á ýmsum stöðum í skólanum og byrja sýningar kl 10.
Á miðvikudaginn 14.desember verðum við með jólamáltíð fyrir alla nemendur skólans. Hún verður borin fram kl 11:25. Við ætlum að því tilefni að hafa Betri Fata Dag og vonumst við því að allir mæti í fínum fötum.
Á fimmtudaginn 15.desember kl. 11 kemur Gunnar Helgason að lesa upp úr bókum sínum og verður það fyrir allan skólann.
Helgileikurinn verður á dagskrá kl 08:55 á föstudaginn 16.desember. 5.bekkur er búinn að vera að æfa sig undanfarið og er tilhlökkun mikil. Við viljum bjóða foreldrum barna í 5.bekk að koma og fylgjast með sýningunni.
Skreytidagurinn verður á mánudaginn 19.desember. Þá munu nemendur og starfsfólk leggja lokahönd á skreytingar skólans.
Jólasamvera og litlu jólin verða á þriðjudaginn 20.desember frá kl. 09:00-10:30. Þá hittast nemendur í stofum með umsjónarkennara, dansa í kringum jólatréð og hitta jólasveina. Nánara skipulag um litlu jólin koma í tölvupósti frá umsjónarkennara á næstu dögum.
Skólastarfi lýkur á þriðjudaginn 20.desember kl 10:30. Þá eru nemendur komnir í jólafrí. Við vekjum athygli að því að gæslan er lokuð þann dag.
Skólinn hefst aftur miðvikudaginn 4.janúar.