Seesaw er forrit sem er notað í kennslu og virkar eins og rafræn kennslustofa. Það gerir kennurum kleift að senda verkefni sem þeir hafa búið til á alla nemendur sína eða einstaka nemendur. Nemendur vinna síðan verkefnin og vista þau á sinn stað í forritinu. Hver nemandi er með sitt eigið svæði til að geyma öll verkefnin sín á. Nemendur geta líka sent kennaranum verkefnið þegar þeir hafa lokið við að vinna það. Einnig geta þeir tekið mynd af verkefnum sem þeir hafa unnið til að geyma þau á sínu svæði. Seesaw býður upp á fjölbreytt verkefnaskil s.s. hljóðskrár, teikningar, ljósmyndir og myndband.
Seesaw Family er forrit sem tengir foreldra og forráðamenn við skólann. Það gerir þeim kleift að sjá verkefni nemenda og skrifa athugasemdir við verkefnin. Nemendur geta þá séð athugasemdirnar frá foreldrum/forráðamönnum. Kennarar og starfsfólk hafa tekið eftir að þetta gleður nemendur mjög mikið að sjá að foreldrar eru að taka virkan þátt og skilja eftir athugasemdir við kláruð verkefni og hvetjum við foreldra eindregið til þess að skrifa skilaboð við verkefnin. Í Gerðaskóla höfum við tekið upp Seesaw í 2. – 6. bekk og hafa foreldrar fengið boð um að tengjast Seesaw frá umsjónarkennara. Endilega náið í forritið á App store (fyrir Apple tæki) eða Google Play (fyrir Android tæki).