Aðgerðastjórn fundaði áðan og fór yfir viðvaranir Veðurstofunnar um óveður næsta sólarhringinn.
Seinnipartinn í dag tekur gildi appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris sem er í vændum samkvæmt
veðurspám. Gert er ráð fyrir að óveður standi yfir þar til í fyrramálilð, fyrst hvöss suð-austan átt og
síðar suð-vestan stormur. Samráð hefur verið haft við Veðurstofuna.
Í ljósi þess að gefin hefur verið út viðvörun vegna hvassviðris fyrir okkar landsvæði í kvöld og fram til
snemma morguns á morgun, verður upphafi skólahalds í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum
Suðurnesjabæjar seinkað til kl. 10:00 á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar. Foreldrar-og forráðamenn
barna eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum ef frekari röskun verður á
skólastarfi.
Við biðjum ykkur líka að fylgjast vel með veðrinu í dag og sækja nemendur í Skólaselið ef veður versnar.