Páskaungar

Það er gaman að segja frá því að í námsverinu eru egg í útungunarvél sem eru farin að klekjast út. Þetta eru 23 egg frá fjórum mismunandi tegundum af hænsnfuglum; landnámshænur, silkihænur, brahamshænur og Ester egger hænur. Hugmyndin var að nemendur gætu kíkt í námsverið og fengið fræðslu um hænsn og útungun. Þegar ungarnir væru svo komnir gætu nemendur fengið að skoða þá. Þar sem aðstæður eru breyttar höfum við verið að senda beint frá facebook síðu skólans. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með