Óveður í aðsigi

Óvenju slæm veðurspá gildir frá því um miðjan dag í dag, þriðjudag og fram á morgundaginn.  Af þeim sökum er óskað eftir því að foreldrar sjái til þess að börn þeirra í grunnskólum og leikskólum í Suðurnesjabæ verði sótt í skólana og þeim komið heim í öruggt skjól eigi síðar en kl. 14:00 í dag, þriðjudag. 

Foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og leiðbeiningum Almannavarna áður en skólahald hefst í fyrramálið, miðvikudag.  Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf börnum úr og í skóla þótt ekki berist sérstakar tilkynningar frá yfirvöldum.  Ef foreldrar telja ekki óhætt að börnin sæki skóla þarf að tilkynna um það viðkomandi skóla og verður litið á slíkt sem eðlileg forföll.  Skólarnir verða opnir, þar sem er öruggt skjól fyrir börnin.

Frístundastarf á vegum Suðurnesjabæjar fellur niður í dag og í kvöld. 

Íþróttamiðstöðvum Suðurnesjabæjar verður lokað frá og með kl. 16:00 í dag, þriðjudag.

 

Magnús Stefánsson

Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar