Þann 22.febrúar er öskudagur, skóla lýkur 10:45.
Nemendur þurfa bara að hafa með sér nesti og eru hvattir til að mæta í búningum. Boðið verður upp á stöðvar með fullt af skemmtilegheitum. Skólaselið er opið fyrir þá sem eru skráðir þar frá því að skóla lýkur.
Það er pizza í matinn þennan dag, þau börn sem eru í mataráskrift fá sína pizzu og þurfa því ekki að koma með pening en þeir sem eru ekki í mataráskrift geta keypt pizzumiða hjá Döbbu (í eldhúsinu).
Salan á miðunum mun standa yfir frá 15.-21.feb og kostar miðinn 450 kr.