Það var glatt á hjalla hér í Gerðaskóla þegar nemendur og starfsfólk tóku þátt í öskudagsfjöri. Krökkunum var skipt í hópa og voru sex stöðvar fyrir hvern hóp. Stöðvarnar sem nemendum bauðst að fara á voru: Break out – draugahús/tölvur – kahoot – tarzan – vísindi/listir og vöfflustöð. Dagurinn heppnaðist mjög vel og þegar deginum lauk fóru allir nemendur í sínar stofur og fengu glaðning sem var í boði Suðurnesjabæjar.
Ef þið smellið á linkinn þá getið þið séð fleiri myndir sem teknar voru í gær https://www.gerdaskoli.is/is/myndir/myndir-2020-2021/oskudagur-2021