Öskudagur 2025

Það var mikið fjör hjá okkur í Gerðaskóla í dag og fjölbreyttar stöðvar í boði. Á lista- og spástöðinni gat fólk sýnt skapandi hliðar og aðeins skyggnst inní framtíðina. Vöfflufélagið bauð uppá ljúffengar vöfflur eftir hræðilega skemmtilegt draugahús. Kahoot og Breakout héldu keppendum á tánum og svo má ekki gleyma fjörinu í íþróttahúsinu. Dagurinn endaði svo á að allir fengu pizzu.

Hægt er að skoða myndir hér.