Newton á ferð og flugi – eðlisfræðilota í Bræðingi
19.01.2022
Við hófum árið í Bræðingnum okkar á eðlisfræðilotu sem fjallar m.a. um það hvernig kraftar breyta hreyfingu, um ólíka krafta og hvernig aukin þekking okkar á kröftum og hreyfingu hefur víðtæk áhrif á líf okkar. Nemendur læra að nota mælitæki til að mæla vegalengd, hraða, tíma og kraft.
Nemendur prófa sig áfram með ýmsum tilraunum auk þess að vinna með ýmis eðlisfræðihugtök. Í tilraununum hafa nemendur t.d. skoðað hvað gerist þegar eggi er stillt ofan á pappahólk, pappadisk og glas. Hvað gerist þegar slegið er í diskinn? Þar eru hugtökin tregða og þyngdarkraftur að verki. Einnig hafa þeir skoðað og mælt meðalhraða við mismunandi hreyfingu, svo sem þegar ákveðin vegalengd er hlaupin er eða skriðin.