Mikilvæg skilaboð frá neyðarstjórn.

Eftirfarandi er tilkynning frá neyðarstjórn Suðurnesjabæjar:

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra hefur lýst yfir hættustigi Almannavarna vegna óveðurs sem spáð er á næsta sólarhring. Hættustig Almannavarna gildir þar til veður gengur niður á morgun fimmtudaginn 6.febrúar 2025.

Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem er áætlað að gildi frá því upp úr kl 7:00 í fyrramálið og fram yfir hádegi. Fólk er almennt varað við að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

  • Reglulegt skóla-og frístundastarf fellur niður á morgun.
  • Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar verða lokaðar í fyrramálið og til kl 13:00.
  • Bókasafn Suðurnesjabæjar verður lokað á morgun.
  • Dagdvöl og félagsstarf aldraðra verður lokað á morgun.
  • Skammtímavistun að Heiðarholti verður lokuð í fyrramálið og til kl. 15:00.
  • Ráðhúsin í Garði og Sandgerði verða lokuð til kl 13:00 á morgun.

Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir má finna á vefnum vedur.is.

Íbúum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefnum sudurnesjabaer.is, sem verða birtar ef þurfa þykir.

Loks er íbúum bent á að fylgjast með tilkynningum frá Almannavörnum.