Mánudaginn 5. febrúar, er fyrirhugað að loka fyrir hitaveitu í Garðinum vegna viðgerðar. Ef af því verður er viðbúið að það fari aðeins að kólna í skólanum þegar líða tekur á daginn. Það er því ágætt að hafa það í huga að vera vel klæddur þann dag og jafnvel með peysu aukalega til að fara í yfir sig ef þurfa þykir.
Skólahald ætti að geta farið fram með hefðbundnum hætti að mestu leyti en óvíst verður hvernig sundi og íþróttum verður háttað, Nemendur koma þó með sund og íþróttafatnað með sér skv. stundaskrá.
Við vonum að þetta hafi ekki of mikil áhrif á starfið okkar og við verðum vakandi fyrir því að bregðast við ef þörf krefur. Engum ætti að verða meint af.
HS Veitur