Litla upplestrarhátíðin

Nemendur í 4. bekk hafa undanfarið verið að æfa vandaðan upplestur og sýndu í dag uppskeru þeirrar vinnu. Þeir voru með samlestur, lásu ljóð og fluttu skemmtilegan leiklestur. Nokkrir nemendur úr 6. bekk fluttu tónlistaratriði og Þórir Guðmundsson fulltrúi skólans í Stóru upplestrarkeppninni las ljóð. Þetta var virkilega góð stund með nemendum. Við þökkum 3. bekkingum fyrir frábæra áheyrn og foreldrum og öðrum gestum viljum við þakka kærlega fyrir komuna.

 

Hér eru myndir