Litla upplestrarhátíðin er haldin árlega i 4.bekk og að þessu sinni var hún haldin fimmtudaginn 18.maí. Tveir nemendur voru með tónlistaratriði og lásu nemendur upp fjölbreytta texta, bæði ljóð og sögur. Nemendur úr 7.bekk sem tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Gerðaskóla lásu upp ljóð. Nemendur buðu foreldrum sínum til að koma og fylgjast með og njóta svo veitinga með nemendum. Nemendur í 4.bekk höfðu bakað skúffukökur daginn áður af því tilefni. Hér eru myndir sem voru teknar í gær.