Lestrarsprettur

Í apríl voru nemendur mjög duglegir að lesa. Sjá mátti kóngulóavefi um allan skóla og smátt og smátt flugu ýmis skordýr í þá en þau voru tákn um lesnar blaðsíður. Nemendur skráðu heimalestur í átakinu og til gamans fær sá bekkur sem las mest að skemmta sér saman í félagsmiðstöðinni. Vinningsbekkurinn er 5. ÁT sem las í 3366 mínútur, sem gerir að meðaltali 187 mínútur á nemanda. Flott hjá krökkunum, svo er bara að halda áfram að lesa : )