Síðastliðiðnn fimmtudag var Vorhátíð Gerðaskóla haldin hátíðleg og var það sérstaklega mikil ánægja að geta tekið á móti fjölskyldum nemenda og öðrum áhugasömum gestum í skólann. Að þessu sinni voru skipulagðar fjölbreyttar stöðvar í skólanum þar sem var m.a. hægt að læra að tálga, prófa sig áfram í vefnaði, orðaleikjum, Minecraft, myndlist, taka þátt í slökun og fleiru skemmtilegu. Á sal skólans var sett upp sýning með verkum nemenda úr textíl, smíði snillitímum, og bræðingi. Nemendur í 9. bekk héldu utan um vöfflukaffi, pylsusölu og andlitsmálningu en þar með er fjáröflun fyrir 10. bekkjar ferðalagi þeirra formlega hafin.
Það er áralöng hefð fyrir Vorhátíð í Gerðaskóla og var einstaklega gaman að sjá nemendur taka þátt í ýmis konar verkefnum með fjölskyldum sínum. Þátttaka á hátíðinni var mjög góð og mikill fjöldi gesta kom og skoðaði skólann. Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum sem og öðrum gestum kærlega fyrir komuna og fyrir skemmtilega samveru.
Hægt er að skoða myndir hér
Það var einn sem þorði að botna fyrripartinn á stöðinni "Leikur að orðum".
Skyldi þessi skólabók skerpa hugsun okkar?
Skólinn gaf og skólinn tók
skrýtið hvað hann þó lokkar.
Höf: Ókunnur