Mánudaginn 2. maí kl. 18:00 bjóða Íþrótta- og æskulýðsnefnd Garðs og Gerðaskóli uppá fræðandi fyrirlestur um kvíða barna og unglinga. Fyrirlesari er Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur á KMS (Kvíðameðferðamiðstöðin). Steinunn er einstaklega skemmtilegur og lifandi fyrirlesari sem hefur meðal annars unnið með börnum og unglingum sem hafa verið að takast á við kvíða auk þess sem hún kennir meðferð sálmeina barna í klíníska framhaldsnáminu við HÍ.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að mæta því málefnið er mikilvægt.
Nánari upplýsingar má finna hér.