Miðvikudaginn 21.9 og fimmtudaginn 22.9 voru foreldrakynningar hér í Gerðaskóla þar sem Margrét Lilja Guðmundsdóttir var með fyrirlestur á sal. Eftir fyrirlesturinn fóru foreldrar með umsjónarkennurum sinna barna í stofur þar sem skólastarfið var kynnt.
Fyrirlestrarnir hjá Margréti voru einstaklega lifandi og skemmtilegir en hún fór yfir lífsvenjur barna, þar sem hún stiklaði á stóru um það helsta sem er að hafa áhrif á daglegt líf hjá börnunum okkar. Við viljum þakka foreldrum/forráðamönnum fyrir góða mætingu – Göngum í takt.