Jólamatur

Miðvikudaginn 14.desember áttum við saman indæla stund á sal þar sem nemendur og starfsfólk snæddu saman jólamáltíð. Í boði var hangikjöt og meðlæti. Stúlkur í 4.bekk sýndu dans á meðan borðhaldi stóð og kórinn söng nokkur jólalög með píanóundirspili frá Vitor. Botni var slegið í borðhaldið með ís og mandarínum í eftirrétt ásamt fjöldasöng nemenda.

Myndir frá jólamatnum má finna hérna.