Jólaleikrit Bræðings

Í desember hafa nemendur í 8.-10. bekk í Bræðingi verið í Jólalotu. Nemendur völdu sig í 3 hópa; jólaleikrit, jólaálfar eða jólaskreytingar. 

Í dag var sýning leikritsins og settum við á svið Jólaævintýrið eftir Charles Dickens (e. A Christmas Carol). Nemendur voru í fjölbreyttum hlutverkum. Sumir voru í tæknimálum, aðrir voru sviðshendur eða sáu um förðun. Enn aðrir sáu um leik, dans eða söng. Síðustu vikur hafa verið daglegar æfingar og afraksturinn var sýnilegur í dag þegar við héldum tvær sýningar. Fyrst fyrir 5.-10. bekk og seinna fyrir 1.-4. bekk. Nemendur voru klappaðir upp á báðum sýningum og mátti sjá brosandi andlit um allan skólann í dag.

 

Myndir í albúmi