Jólahringekja

Mánudagsmorgunin 10. desember vorum við með jólahringekju. Þá gátu nemendur valið sér á stöðvar og unnið að viðfangsefnum tengdum jólum og jólaundirbúningi. 

Hægt var að velja stöðvar eins og jólaspurningakeppni, smákökubakstur, perlustöð, íþróttir og sund, föndur, smíðastöð, textílstöð, tónlist og spil.

Hér má sjá myndir frá deginum.