Eftir páskafrí var blásið til Harry Potter kynningar á bókasafni skólans. Sett var upp sýning á ýmsum munum tengdum sögunni um galdrastrákinn og nemendur í 4., 5., 6. og 7. bekk fengu kynningu á sögunni í máli og myndum. Að kynningu lokinni unnu nemendur að ýmis konar verkefnum úr bókunum. Allir tóku þátt í spurningakeppni úr sögunni og svo fór að sex nemendur sýndu afburða þekkingu á Harry Potter og ævintýrum hans en það eru þau Eyþór Ingi Einarsson, Amelía Björk Davíðsdóttir, Friðrik Smári Bjarkason, Elísabet Ósk Haraldsdóttir, Ólafur Geir Írisarson og Haraldur Daði Jónsson.
Sjá myndasafn.