Gunnar Helgason í heimsókn

Gunnar Helgason kíkti til okkar í Gerðaskóla í dag og las upp úr nýjustu bók sinni Stella segir bless.

Nemendur höfðu mjög gaman af lestrinum og leikrænum tilburðum sem fylgja því þegar Gunnar Helgason er að segja frá einhverju stórmerkilegu. Það voru endalausar spurningar úr sal og mikið hlegið. Við þökkum Gunnari kærlega fyrir heimsóknina.