Í gær á göngudegi fóru 4.-6.bekkur í söguferð um Garðinn og skoðuðum nokkur af kennileitum bæjarins og gömul bæjarstæði. Heimsóttur var Ellustekkur þar sem draugasaga var sögð en hún missti kannski smá marks þar sem sólin skein og þótti krökkunum ekkert hryllilegt við aðstæður. Hins vegar var falinn fjársóður krökkunum efst í huga og höfðu nokkrir nemendur stórtæk plön um að mæta eftir skóla og leita að honum þrátt fyrir viðvaranir um álög á staðnum. Eitthvað var minnst á að koma í skólann daginn eftir á limmósínu eða Lamborghini.
Hérer að finna myndir úr ferðinni